Þrep í þróun læsis

Þrep í þróun læsis lýsa því hvernig færni í eftirfarandi undirþáttum læsis byggist upp:

  • Samræða, tjáning og hlustun
  • Lestur og lesskilningur
  • Ritun og miðlun
  • Lesfimi

Þrepin eru afrakstur vinnu skóla á Eyjafjarðarsvæðinu veturinn 2015–2016. Sú vinna hófst með því að kennarar rýndu í þýðingu á sambærilegum þrepum frá ástralska menntamálaráðuneytinu (First steps), veltu út frá þeim fyrir sér markmiðum og áherslum í eigin kennslu og mátuðu við áherslur í aðalnámskrám leik- og grunnskóla. Upp úr þeirri vinnu urðu til þau þrep sem hér eru birt og lýsa þróun læsis frá leikskólaaldri til loka grunnskóla.

Þrepunum er ætlað að hjálpa kennurum að greina stöðu nemenda, fylgjast með framförum þeirra og tryggja þeim kennslu við hæfi. Þó að gefin séu viðmið um það hvar ætla má að nemendur séu staddir á hverjum aldri er lögð áhersla á að læsi þróast mishratt hjá einstaklingum og mikilvægt er að styðja við hvern og einn nemanda þar sem hann er staddur. Leiðbeiningar um áherslur í kennslu á hverju þrepi auðvelda kennurum og foreldrum að mæta þörfum hvers nemanda.

Leikskóli: 1.–2. þrep
1.–4. bekkur: 2.–4. þrep
5.–7. bekkur: 4.–5. þrep
8–10. bekkur: 5.–6. þrep