Bæklingar fyrir foreldra

Þeir bæklingar sem finna má undir krækjunum hér að neðan gefa foreldrum góð ráð um það hvernig þeir geta stutt við læsisnám barna sinn.

Bæklingana um málþroska og mál- og lesskilning vann Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar í samvinnu við borgaryfirvöld í Árósum. Þeir bæklingar hafa verið gefnir út á fjölda tungumála og má nálgast þýðingar þeirra undir krækjunni „Bæklingar á erlendum málum“.

Læsissáttmáli heimilis og skóla var gefinn út af Heimili og skóla: Landssamtökum foreldra og Mennta- og menningarmálaráðuneytinu í tengslum við þjóðarátak um læsi.