Lærdómssamfélag

Saman lærum við náum árangri og gleðjumst

Nám nemenda í forgrunni – Grunnhlutverk skóla er að tryggja öllum árangursríkt nám; framtíðarárangur nemenda mun að miklu leyti byggja á því hvernig skilvirkir kennarar sinna þessu grunnhlutverki sínu. Það má ekki vera til staðar nein tvíræðni eða vafi gagnvart þessari skuldbindingu til náms. Skólafólk verður að halda þessu hlutverki hátt á loft og sýna skuldbindingu sína til þess í verki. Ef stuðla skal að árangursríku námi nemenda verða kennarar og stjórnendur einnig að vera stöðugt að læra.

Samstarfsmenning og samhugur um nauðsyn þess að styðja vel við nám nemenda og fullorðinna – Skólar geta ekki náð grunnmarkmiði sínu um árangursríkt nám fyrir alla nemendur ef kennarar vinna einangraðir. Þess vegna verður að byggja upp samstarfsmenningu þar sem kennarar skuldbinda sig til að vinna saman og axla sameiginlega ábyrgð sem hópur á því að allir nemendur læri og nái árangri. Með því að vinna í teymum hafa þeir stuðning hver af öðrum við mikilvægar ákvarðanir, styðja hver annan faglega og læra hver af öðrum.

Áhersla á árangur til að bæta vinnubrögð og drífa stöðugar umbætur áfram – Skólar geta ekki vitað hvort allir nemendur eru að læra nema skólafólk sé stöðugt að meta hvort nemendur hafi tileinkað sér þekkingu, hæfni og viðhorf sem eru þeim nauðsynleg til að ná árangri. Þess vegna verða kennarar stöðugt og kerfisbundið að fylgjast með námi nemenda sinna og nýta gögn um nám þeirra til að bregðast umsvifalaust við nemendum sem eru að upplifa erfiðleika í námi. Kennarar og stjórnendur verða einnig að nota þessi gögn um nám nemenda til að rýna faglegt starf kennara og kennarahópa til að stuðla að umbótum og þróun í skólastarfi.

Dufour, R. og Fullan, M. (2013). Cultures built to last: Professional learning communities. Bloomington, IN: Solution Tree Press.